FC Barcelona hefur opnað samtalið við Kun Aguero og umboðsmann hans um að framherjinn frá Argentínu gangi í raðir félagsins í sumar.
Manchester City hefur ákveðið að Aguero fái ekki nýjan samning en framherjinn er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Aguero hefur skorað 258 mörk fyrir City en félagið vildi ekki framlengja samninginn, Aguero hefur verið mikið meiddur.
Forráðamenn Barcelona vilja fá Aguero og samkvæmt fréttum er Aguero klár í að lækka laun sín nokkuð til að ganga í raðir Barcelona.
Hjá Barcelona er Lionel Messi sem er einn besti vinur Aguero í fótboltanum og heillar það framherjann að spila með honum. Samningur Messi er reyndar á enda í sumar en allar líkur eru á að hann framlengi samning sinn.