Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hefur átt samtal við Glazer fjölskylduna sem á félagið, mikil ólga er í kingum félagið eftir að tilkynnt var um Ofurdeildina. Stuðningsmenn Manchester United ætlar sér að halda áfram að mótmæla kröftulega fyrir utan heimavöll félagsins þegar heimaleikir félagsins fara fram.
Mikil mótmæli stuðningsmanna Manchester United fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford um helgina, urðu til þess að leik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni var frestað.
Mikill fjöldi stuðningsmanna Manchester United safnaðist saman og ruddi sér leið inn á völlinn, braut og bramlaði, með fyrrgreindum afleiðingum. Ástæða mótmælanna var sú að stuðningsmennirnir vilja að Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, selji félagið.
„Ég hef átt samtal við eigendur félagsins og hef fengið afsökunarbeiðni frá þeim,“ sagði Solskjær.
„Þeir hafa sagt að þetta hafi ekki komið vel út og að þetta hafi verið rangt skref að taka. Þú þarft ekki að vera eldflaugasérfræðingur til að sjá að þetta hefur verið mjög erfiður tími.“
Solskjær stöðuna vera erfiða fyrir sig. „Þetta er erfið staða fyrir mig að vera í, ég vil einbeita mér að fótboltanum en ég á gott samband við Glazer fjölskylduna og þeir hlusta á mig. Þeir hlusta á stuðningsmenn og ég er viss um að samtalið mun eiga sér stað.“
„Við erum að ræða við stuðningsmenn og það verður mikilvægt að halda því áfram í framhaldinu.“