Þrír leikir fóru fram í 1. umferð Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. Valur vann Stjörnuna 2-1 á heimavelli og Selfoss vann góðan 3-0 útisigur á Keflavík. Þá gerðu Tindastóll og Þróttur Reykjavík 1-1 jafntefli á Sauðárkróki.
Á Origo-vellinum á Hlíðarenda mættust Valur og Stjarnan.
Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 18. mínútu það skoraði Ída Marín Hermannsdóttir. Á 56. mínútu tvöfaldaði síðan Anna Rakel Pétursdóttir, forystu Vals.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, minnkaði muninn fyrir Stjörnuna með marki á 76. mínútu en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur á Origo-vellinum, 2-1 sigur Vals.