Elvira Todua, markmaður kvennaliðs CSKA Moscow segir að það sé eðlilegt fyrir fótboltakonur að stunda kynlíf fyrir leiki, ólíkt því sem talað er um fyrir fótboltamenn.
„Það er eðlilegt að konur stundi kynlíf fyrir leik, en ég veit að margir þjálfarar í karlaboltanum banna það,“ sagði Todua við Comment Show á Youtube.
Margir leikmenn hafa sagt frá því að þeir stundi ekki kynlíf kvöldið fyrir leik og hafa sumir þjálfarar gengið svo langt að banna leikmönnum sínum þetta á stórmótum segir í frétt Sun. Frægt var þegar Fabio Capello bannaði leikmönnum enska landsliðsins á sínum tíma að stunda kynlíf og þá fengu leikmenn ítalska landsliðsins engan tíma með eiginkonum sínum á HM 2010, sem gæti hafa verið ástæðan fyrir því að þeir duttu svo snemma út.
Cristiano Ronaldo virðist þó ekki vera í þessum hópi en hann sagði í nýlegu viðtali að kynlífið með kærustu sinni, Gerginu Rodriguez, væri betra en nokkuð mark sem hann hefur skorað.
View this post on Instagram