Stuðningsmenn Manchester United ætlar sér að halda áfram að mótmæla kröftulega fyrir utan heimavöll félagsins þegar heimaleikir félagsins fara fram.
Mikil mótmæli stuðningsmanna Manchester United fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford í fyrradag, urðu til þess að leik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni var frestað.
Mikill fjöldi stuðningsmanna Manchester United safnaðist saman og ruddi sér leið inn á völlinn, braut og bramlaði, með fyrrgreindum afleiðingum. Ástæða mótmælanna var sú að stuðningsmennirnir vilja að Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, selji félagið.
„Okkar skilningur er sá að byrjað sé að plana næstu viðburði, næsti heimaleikur United gegn Leicester þann 12 maí og svo þegar Liverpool leikurinn fer fram eru líklegir,“ segir í frétt The Times.
Ljóst er að hert öryggisgæsla verður á vellinum og í kringum hannn til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn komist aftur inn á völlinn, því ættu leikirnir að geta farið fram þrátt fyrir mótmæli.