fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
433Sport

Pep: „Fólk heldur að það sé auðvelt að komast í úrslitaleikinn“

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur gegn PSG. Samanlagt sigraði City einvígið 4-1. Pep var að vonum virkilega glaður með sigur sinna manna:

„Þetta er fyrir okkur öll og klúbbinn.“ Ég er svo stoltur en ég hugsa strax til þeirra leikmanna sem fengu ekki að spila í dag, þeir áttu allir skilið að spila, allir hafa skilað sínu hlutverk og nú má njóta þess,“ sagði Pep Guardiola við BT sport eftir leik

„Við verðum að vinna deildina og höfum 2-3 vikur til að undirbúa okkur fyrir úrslitaleikinn.“

„Þeir voru með marga leikmenn á miðjunni og við áttum í vandræðum með hápressuna í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins upplegginu í seinni og spiluðum betur. Við unnum 4-1 samanlagt gegn liði sem vann Barcelona og Bayern Munchen sem er stórt fyrir okkur.“

„Þeir vinna deildina á hverju ári og þekkja það að vinna og börðust allan leikinn. Þeir eru með frábært lið en við vorum vel stilltir. Við börðumst saman og það er frábært að geta sagt að við séum komnir í úrslitaleikinn.“

„Þetta sýnir okkur hvað við höfum gert síðustu 4-5 ár. Strákarnir hafa sýnt stöðugleika, þetta er yndisleg tilfinning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári