Rickie Lambert sem hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla ævi fékk drauminn uppfylltan árið 2014 þegar hann kom til Liverpool frá Southampton. Hann átti ekki góðan tíma í Bítlaborginni og opnaði sig þennan tíma ferilsins í hlaðvarpsþættinum Straight From the Off.
„Þetta var algjörlega klikkað, algjör draumur. Ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér.“
„Ég gerði þó mikil mistök fyrir fyrsta tímabilið með Liverpool. Ég átti að fá fimm vikna frí en ég var svo spenntur og vildi vera í formi lífs míns svo ég tók bara tvær vikur og mætti þá til æfinga. Það voru mikil mistök, ég var svo þreyttur allt tímabilið og þurfti bara frí.“
Þá hafði Lambert þetta um Balotelli að segja:
„Þetta er góður strákur en svolítið barnalegur. Í fyrstu þá gaf hann allt í leikina en maður tók eftir því á æfingum að hann var ekki að reyna sitt besta.“
„Ég gat ekki lengur verið með honum í liði á æfingum og bað Brendan um að tryggja það, ég held að Steven Gerrard hafi beðið um það líka.“
„Hann missti bara hausinn ef eitthvað gekk ekki upp á æfingu. Hann reyndi þá bara að eyðileggja allt, sparkaði boltanum í burtu eða skoraði sjálfsmörk.“