Mancester City hefur tryggt sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið tók í kvöld á móti PSG og endaði leikurinn með öruggum 2-0 sigri heimamanna. Fyrri leikurinn fór 1-2 fyrir Manchester City og vinnur City því 4-1 samanlagt.
Heimamenn spiluðu virkilega vel í kvöld, þeir voru öruggir varnarlega og hættulegir sóknarlega. Á 8. mínútu dæmdi dómarinn vítaspyrnu fyrir PSG en eftir að hafa skoðað atvikið með hjálp VAR var það tekið til baka. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Mahrez City yfir. Þar fylgdi hann á eftir skoti Kevin DeBruyne.
Mahrez tvöfaldaði forystu City eftir 64 mínútur eftir laglegan undirbúning Kevin DeBruyne og Phil Foden. Angel Di Maria fékk beint rautt spjald á 70. mínútu og klúðraði þar með endanlega möguleikum sinna manna. Hann ýtti Fernandinho í pirringi og sparkaði í hann og reif dómarinn strax upp spjaldið. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og öruggur sigur City staðreynd.
Á morgun kemur í ljós hvort að Chelsea eða Real Madrid tryggi sér hitt lausa sætið í úrslitaleiknum.
Manchester City 2 – 0 PSG
1-0 Mahrez (´11)
2-0 Mahrez (´63)
FULL TIME | 🎶 ISTANBUL ISTANBUL WE ARE COMING!!! 🎶
🔵 2-0 🔴 (4-1) #ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/kojG87J8xD
— Manchester City (@ManCity) May 4, 2021