Sjónvarpsþáttur 433 verður á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 20:00 en þátturinn verður frumsýndur á vefnum á sama tíma.
Matthías Vilhjálmsson er mættur heim eftir góða dvöl í atvinnumennsku, Matthías skoraði í fyrstu umferð efstu deildar þegar FH vann góðan sigur á Fylki.
Matthías ræðir heimkomuna, komandi tímabil og farsælan feril í Noregi þar sem hann varð fjórum sinnum meistari.
Í síðari hlutanum kemur Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu og skammar mann og annan.
Þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Hringbrautar klukkan 20:00 í kvöld.