Benjamin Monk lögreglumaður í Bretlandi neitar því að hafa myrt Dalian Atkinson fyrrum leikmann Aston Villa í enska boltanum. Atkinson lést árið 2016 en málið er nú fyrir dómstólum þar í landi.
Atkinson lést 48 ára gamall fyrir utan heimili föður síns, lögregla var kölluð á vettvang þar sem Atkinson lét illum látum.
Málið hefur verið til rannsóknar í þrjú ár en Monk er ákærður fyrir að bera ábyrgð á andláti Atkinson. Þannig kemur fram í gögnum saksóknara að hann hafi notað rafbyssuna á Atkinson í 33 sekúndur, byssuna á aðeins að nota í fimm sekúndu í hvert skipti.
Monk var að skjóta á Atkinson í þriðja skiptið en fyrstu tvær tilraunirnar báru ekki árangur, hann notaði því byssuna í lengri tíma.
Þegar Atkinson féll svo til jarðar er Monk sakaður um að hafa sparkað í tvígang í höfuðkúpu hans. Áverkar voru á líki Atkinson.
Monk hafnar öllum ákæruliðum en samstarfsfélagi hans Mary Bettley-Smith er sökuð um ofbeldi í garð Atkinson, hún er sökuð um að hafa lamið hann í tvígang með kylfu þegar hann var meðvitundarlaus í jörðinni. Hún neitar sök.
Atkinson lék sem atvinnumaður frá 1985 til 2001 en hann lék fyrir Aston Villa, Ipswich, Fenerbache, Real Sociedad og fleiri lið.