Jose Mourinho hefur verið ráðinn til starfa hjá Roma en hann tekur við liðinu í sumar. Þetta var staðfest nú rétt í þessu.
Mourinho var rekinn frá Tottenham fyrir tæpum tveimur vikum síðan en hann var ekki lengi án starfs.
Mourinho hefur áður starfað á Ítalíu en hann gerði magnaða hluti með Inter frá árunum 2008 til 2010.
Hallað hefur undan fæti hjá Mourinho síðustu ár en hann hefur verið rekinn frá Chelsea, Manchester United og Tottenham á síðustu árum.
Mourinho er einn sigursælasti þjálfari fótboltans en Roma ætlar sér stóra hluti, ráðning hans ber merki um það.
Paulo Fonseca lætur af störfum í sumar en Roma situr í sjöunda sæti Seriu A en liðið tapað 6-2 gegn Manchester United í fyrri leiknum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.
🤝 𝐔𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋𝐄🤝
L’#ASRoma è lieta di annunciare che José Mourinho sarà il nuovo Responsabile Tecnico della Prima Squadra a partire dalla stagione 2021-22! pic.twitter.com/Brko17N56B
— AS Roma (@OfficialASRoma) May 4, 2021