Birkir Bjarnason landsliðsmaður í knattspyrnu eru í miklu stuði á Ítalíu þessa dagana og raðar inn mörkum fyrir Brescia þar í landi.
Birkir skoraði í dag í 3-0 sigri liðsins á Vicenza á útivelli. Birkir skoraði þar fyrsta mark leiksins og lagði upp þriðja markið.
Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Birkir skorar fyrir Brescia en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar, það sæti gefur miða í umspil en tvær umferðir eru eftir.
Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Brecia í leiknum. Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður þegar Venezia gerði 2-2 jafntelfi við Pisa í dag.
Óttar Magnús Karlsson sem leikur með sama liði var ekki í leikmannahópi liðsins vegna meiðsla., Bjarki og Óttar hafa spilað mjög lítið eftir að hafa gengið í raðir félagsins síðasta haust.
Óttar hefur mikið verið meiddur síðustu vikur og nú er ljóst að hann spilar ekki meira á þessu tímabili.