Manchester United Supporters Trust, stuðningsmannahópur Manchester United, hefur skrifað og birt opið bréf sem er ætlað Joel Glazer, eiganda félagsins eftir mótmæli gærdagsins.
Stuðningsmenn Manchester United, sem hafa verið að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu, brutu sér leið inn á heimavöll liðsins, Old Trafford í gær með þeim afleiðingum að fresta þurfti leiknum.
Í dag birtist síðan bréf frá stuðningsmannahópnum til Joel Glazer.
„Við viljum vera skýr með að enginn vill sjá þá hluti sem áttu sér stað í gær á Old Trafford endurtaka sig. Við erum stuðningsmenn félagsins og viljum styðja okkar lið. Við viljum ekki eyða frídögum okkar í að mótmæla fyrir utan heimavöll okkar. Þetta er hins vegar staðan eftir 16 ára eignarhald fjölskyldu þinnar þar sem félagið hefur verið keyrt í skuldafen og hefur hrakað,“ stendur meðal annars í opnu bréfi stuðningsmannahópsins til Joel Glazer.
Stuðningshópurinn krefst þess að Joel Glazer bregðist við fjórum atriðum til þess að bæta samskipti eigendanna við stuðningsmenn félagsins:
Stuðningshópurinn krefst þess að Glazer svari þessu opna bréfi fyrir föstudag.