fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Yfirlýsing Manchester United: „Hörmum aðgerðir er stefndu stuðningsmönnum, starfsliði og lögreglunni í hættu“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 16:51

Fyrir utan Old Trafford í gær / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er orðið ljós að leikur Manchester United og Liverpool sem átti að fara fram á Old Trafford í dag, mun ekki fara fram. Ástæðan fyrir því eru mótmæli stuðningsmanna Manchester United er beindust að eigendum félagsins, Glazer-fjölskyldunni.

Mótmælendur náðu að brjóta sér leið inn á Old Trafford og mikil ringulreið skapaðist sem varð til þess að leiknum var frestað fyrst um sinn og síðan aflýst.

Manchester United hefur í kjölfarið gefið út yfirlýsingu:

„Í samráði við lögregluna, ensku úrvalsdeildina og hlutaðeigandi knattspyrnufélög hefur leik okkar gegn Liverpool verið frestað sökum öryggissjónarmiða er varða mótmælin í dag. Við eigum nú í viðræðum við ensku úrvalsdeildina varðandi endurskoðaða dagsetningu fyrir leikinn.“

„Stuðningsmenn okkar brenna fyrir Manchester United og við viðurkennum fullkomlega rétt þeirra til tjáningar og friðsamlegra mótmæla.“

„Við hörmum hins vegar atburði dagsins og þær aðgerðir sem setttu stuðningsmenn, starfsfólk og lögreglu í hættu. Við þökkum lögreglunni fyrir þeirra stuðning og munum aðstoða hana við allar rannsóknir er varða atburði dagsins,“ stóð í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Manchester United.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar vonast til að Aron spili ekki á Íslandi í sumar – „Ég var sammála honum á þeim tímapunkti“

Arnar vonast til að Aron spili ekki á Íslandi í sumar – „Ég var sammála honum á þeim tímapunkti“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meiðslapési United mættur aftur til æfinga

Meiðslapési United mættur aftur til æfinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar
433Sport
Í gær

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins