Víkingur Reykjavík tók á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Víkinga en leikið var á Víkingsvelli í Fossvoginum.
Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 20. mínútu, það skoraði Sölvi Geir Ottesen.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og byrja því Víkingar tímabilið á sigri. Næst kíkir liðið í heimsókn til ÍA á Akranesi og fer sá leikur fram á laugardaginn næstkomandi.
Keflavík fær hins vegar Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn.