Búið er að fresta leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem átti að hefjast klukkan 15:30 á Old Trafford.
Ástæða frestunarinnar eru mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan og innan Old Trafford. Frestunin er höfð í huga sökum öryggismála. Ekki er búið að ákveða leiktíma.
Manchester United v Liverpool has been delayed on safety grounds.
— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2021
Stuðningsmenn Manchester United, sem hafa verið að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu í dag, brutu sér leið inn á heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrr í dag.
Hvorki leikmenn Manchester United né Liverpool hafa mætt á Old Trafford í dag en dómari leiksins Michael Oliver er á staðnum.
Meðal þess sem þarf að gera er að sótthreinsa mögulega snertifleti á vellinum sökum Covid-19 faraldursins þar sem að fjöldi fólks safnaðist saman innan vallar. Talið er líklegt að leikurinn geti farið fram í kvöld.
BREAKING
4pm meeting with Manchester United, Liverpool and Premier League officials.
6:30pm „aspirational“ kick off time.
— Stan Collymore (@StanCollymore) May 2, 2021