Ísak Bergmann Jóhannesson, var í byrjunarliði Norrköping, átti stoðsendingu og lék allan leikinn í 3-0 sigri liðsins á Örebro í 4. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Norrköping komst yfir á 46. mínútu og Ísak átti síðan stoðsendingu í öðru marki liðsins þegar hann lagði upp mark fyrir Carl Björk á 63. mínútu. Það var síðan Samuel Adegbenro sem innsiglaði 3-0 sigur Norrköping með marki á 65. mínútu.
Norrköping er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 7 stig eftir fjóra leiki.
Þá var Kolbeinn Sigþórsson í byrjunarliði IFK Gautaborgar sem gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Halmstad. Kolbeinn lék allan leikinn fyrir Gautaborg sem situr eftir leik dagsins í 9. sæti með 5 stig.