Tottenham tók í kvöld á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 4-0 sigri Tottenham en leikið var á heimavelli liðsins í Lundúnum.
Gareth Bale kom Tottenham yfir með marki á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá Serge Aurier.
Bale var síðan aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu Tottenham með marki á 61. mínútu.
Átta mínútum síðar, innsiglaði Bale þrennu sína í leiknum með marki eftir stoðsendingu frá Serge Aurier.
Það var síðan Heung-Min Son sem tryggði Tottenham 4-0 sigur með marki á 77. mínútu.
Tottenham er eftir leikinn í 5. sæti með 56 stig. Sheffield United situr í neðsta sæti deildarinnar og er nú þegar fallið úr deildinni.