fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Gæti Aguero orðið liðsfélagi Gylfa á næsta tímabili?

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 19:30

Aguero og Gylfi í baráttu á Heimsmeistaramótinu árið 2018/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton er nýjasta liðið til þess að blanda sér í baráttuna um Sergio Aguero, framherja Manchester City sem getur farið frítt frá félaginu eftir leiktíðina.

Everton mun ekki ná að bjóða Aguero 240.000 pund á viku líkt og hann fær hjá Manchester City en það er vilji forráðamanna félagsins að veita honum stórar upphæðir ef hann krotar undir samning hjá félaginu, svokallaða undirskriftar bónusa (e. signing-on fee).

Auk Everton hafa nokkur af stærstu knattspyrnufélögum áhuga á kappanum, Chelsea, Tottenham, Barcelona og Inter Milan eru á meðal þeirra liða.

Aguero er markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City en hann gekk til liðs við félagið í júlí árið 2011. Hjá Manchester City hefur hann leikið 386 leiki, skorað 258 mörk og gefið 73 stoðsendingar.

Hann hefur orðið Englandsmeistari í fjórgang og er við það að bæta við fimmta titlinum á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
433Sport
Í gær

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum
433Sport
Í gær

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal