Búið er að koma stuðningsmönnum Manchester United út af leikvangi félagsins, Old Trafford, eftir að þeir ruddust þar inn til að mótmæla eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar.
Leikur Manchester United og Liverpool á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram klukkan 15:30 og nú funda aðilar sín á milli til að komast að því hvort leikurinn geti farið fram á settum tíma eða hvort það þurfi að fresta honum.
Laurie Whitwell, blaðamaður The Athletic um Manchester United greinir frá því að verið sé að meta stöðuna og meðal þess sem verið er að skoða er hvort brotnar hafi verið Covid-19 reglur og hvort búblurnar sem leikmenn og þjálfarateymi liðanna eru í hafi verið sprengdar.
A meeting is currently taking place to discuss the extraordinary events at Old Trafford. #MUFC staff establishing whether any Covid bubble breach given fan invasion.
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) May 2, 2021
Tómas Þór Þórðarsson, umsjónarmaður enska boltans hjá Símanum segir fylgjendum ensku úrvalsdeildarinnar að búast við því að leikurinn hefjist á tilsettum tíma en segir einnig líklegt að honum verið seinkað.
Stuðningsmenn United farnir út af Old Trafford en leikmönnum enn þá haldið inni á hótelunum. Leikurinn fer fram en gæti seinkað eitthvað aðeins. Búist við kick of 15:30 samt.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) May 2, 2021
More from Old Trafford. pic.twitter.com/VKRTrwDE0c
— Stan Collymore (@StanCollymore) May 2, 2021