Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikið verður á Old Trafford í Manchester.
Englandsmeistararnir hafa spilað langt undir væntingum á tímabilinu og eru sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig eftir 33 leiki og eiga á hættu á að missa af Meistaradeildarsæti.
Það var fyrir löngu ljóst að Liverpool myndi ekki verja titilinn á þessu tímabili og vinni liðið Manchester United í dag, tryggir það Manchester City Englandsmeistaratitilinn.
Manchester United situr í 2. sæti deildarinnar og vill án efa fá þrjú stig í dag til þess að styrkja stöðu sína í Meistaradeildarsæti í deildinni.
Leikurinn hefst klukkan 15:30 í dag.