FH vann öruggan 2-0 útisigur á Fylki í 1. umferð Pepsi-Max deildarinnar í gærkvöldi. Heimamenn í Fylki spiluðu manni færri stærstan hluta leiksins eftir að Unnar Steinn Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið.
Unnar Steinn hafði fengið gult spjald á 34. mínútu eftir að hafa brotið á Herði Inga, leikmanni FH og rúmri mínútu síðar fékk hann sitt annað gula spjald eftir að hafa farið upp í skallaeinvígi með Eggerti Gunnþóri Jónssyni.
Heyra mátti af viðstöddum að um harðan dóm væri að ræða en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins virtist viss í sinni sök.
Brot Unnars Steins og viðbrögð viðstaddra má sjá og heyra hér í myndskeiðinu fyrir neðan sem birtist á Vísir.is.