fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Sjáðu þegar Suarez svindlaði á prófinu – Ætlaði sér að gerast ítalskur ríkisborgari

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndböndum af Luis Suarez, þar sem hann sést svindla á prófi sínu upp á það að gerast ítalskur ríkisborgari, hefur verið lekið á netið.

Síðastliðinn september ætlaði Úrúgvæinn sér að ná í ítalskan ríkisborgararétt vegna, þá yfirvofandi, skipta til Juventus. Þetta gerði hann þar sem Juventus gat ekki fengið inn leikmann utan Evrópusambandsins. Þess má geta að eiginkona hans er ítölsk.

Suarez stóðst prófið og stefndi í að hann yrði ítalskur ríkisborgari þar til að fréttir frá Ítalíu sögðu að eitthvað grunsamlegt hafi verið við prófið sem leikmaðurinn tók. Því var haldið fram að leikmaðurinn hafi vitað um hluta spurninganna fyrirfram og því verið klár með réttu svörin.

Nú hafa hins vegar birst myndbönd sem sýna að Suarez hafi fengið aðstoð á meðan prófinu stóð. Þar má sjá þegar honum er rétt blað sem kann að hafa innihaldið svör við spurningum prófsins.

Í desember í fyrra var formaður skólans sem og þrír kennarar settir í átta mánaða hlé frá störfum sínum vegna atviksins. Þeir voru fundnir sekir um að hafa haft áhrif á útkomu prófsins .

Andrea Agnelli, forseti Juventus, segist aðeins hafa heyrt af svindlinu í fjölmiðlum. Hann tók fyrir það að hafa átt þátt í því.

Ekkert varð af skiptum Suarez til Juventus. Hann fór til Atletico Madrid þar sem hann hefur staðið sig mjög vel, skorað 21 mark í 36 leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá myndböndin. Þar stillir Suarez sér meðal annars upp í myndatöku með starfsmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sterling í hópi með Beckham, Kane og Rooney

Sterling í hópi með Beckham, Kane og Rooney
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti endað í London í sumar – Þyrftu að reiða fram sjö milljarða

Gæti endað í London í sumar – Þyrftu að reiða fram sjö milljarða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er með rosalegt tilboð á borðinu

Er með rosalegt tilboð á borðinu
433Sport
Í gær

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt
433Sport
Í gær

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar