Arnór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Jökull Andrésson léku allir með sínum liðum í dag.
Arnór spilaði fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli gegn Ufa í rússnessku úrvalsdeildinni í dag. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 47 stig, tveimur stigum frá Evrópusæti. Tvær umferðir eru eftir.
Jón Daði spilaði rúmlega stundarfjórðung í 4-1 sigri Millwall gegn Bristol City í ensku Championship-deildinni. Jón Daði og félagar sigla lignan sjó um miðja deild.
Jökull stóð í marki Exeter sem vann Bolton, 1-2 í ensku D-deildinni. Exeter er 3 stigum frá umspilssæti fyrir lokaumferðina í deildinni. Þeir eru með töluvert betri markatölu en Forest Green, sem er í sjöunda og síðasta umspilssætinu.