Stuðningsmenn Liverpool lifa í þeiri von um að Virgil van Dijk snúi aftur undir lok tímabilsins, varnarmaðurinn sleit krossband í október.
Van Dijk hefur verið í endurhæfingu síðustu mánuði en nú er hann farinn að æfa meira og birti myndband af því.
Eftir að hafa dúsað í ræktinni er hollenski varnarmaðurinn nú byrjaður að æfa á grasvellinum á æfingasvæði félagsins.
Hollenski varnarmaðurinn á sér þann draum að spila á Evrópumótinu í sumar en það gæti verið fjarlægur draumur.
Stuðningsmenn Liverpool hafa saknað Van Dijk í vetur og einn þeirra skrifar. „Komdu og bjargaðu okkur.“
— Virgil van Dijk (@VirgilvDijk) April 29, 2021