Framherjinn Gary Martin hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Þetta kemur fram á vef félagsins
„Gary er markaskorari að af guðs náð og kemur til með að styrkja okkar lið mikið,“ segir í tilkynningu frá Selfoss.
Nektarmynd ástæða þess að Gary var rekinn frá Eyjum – Kært hefur verið í málinu
„Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja kafla á mínum ferli og fullur tilhlökkunar. Ég þekki Dean þjálfara og ég veit að hann mun ná því besta út úr mér. Það eru spennandi tímar í fótboltanum á Selfossi, liðið er nýkomið upp og er að stefna í rétta átt,“ segir Gary.
Samningi Gary Martin við ÍBV var sagt upp í vikunni, liðsfélagi hans hjá ÍBV hefur lagt fram kæru fyrir nektarmynd sem enski framherjinn tók af honum.
Velkominn @feedthebov ❤️ pic.twitter.com/5vQkwXsyW1
— Selfoss Fótbolti (@selfossfotbolti) April 30, 2021