fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Fimm leikmenn Liverpool sem hefðu getað farið til Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 20:15

Mynd/Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjandskapur á milli Liverpool og Manchester United nær langt aftur. Þessi lið hafa barist á vellinum, barist um titla og einnig barist á leikmannamarkaðnum. Mirror tók saman skemmtilegan lista yfir fimm leikmenn Liverpool sem hefðu getað farið allt aðra leið á sínum tíma.

Roberto Firmino

Talið er að Man Utd hafi verið fyrsta liðið til að sýna Firmino áhuga er hann lék með Hoffenheim árið 2015. United ákvað að bíða með að ræða við leikmanninn þar til hann kláraði Suður-Ameríkukeppnina með Brasilíu það sumarið. Æðstu menn Liverpool réðu á vaðið og flugu til Chile, þar sem keppnin var haldin, og tóku forskot á Man Utd í viðræðum við leikmanninn. Firmino var að lokum keyptur til Liverpool fyrir 29 milljónir punda. Hann reyndist mjög góð kaup, var lykilmaður í liði Liverpool sem vann Meistaradeildina árið 2019 og ensku úrvalsdeildina ári síðar.

Fabinho

Fabinho var sterklega orðaður við Man Utd árið 2018. Það var þó Liverpool sem fékk þennan leikmann, sem þá lék með Monaco, á endanum til sín. Fabinho hefur síðar viðurkennt að rætt hafi verið við Man Utd en opinbert tilboð hafi þó aldrei borist. Fabinho hefur, líkt og Firmino, unnið Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina með Liverpool.

Sadio Mane

Mane var virkilega nálægt því að semja við Manchester United árið 2016. Hann fór meira að segja í viðræður við liðið og ræddi við Louis van Gaal, þáverandi stjóra liðsins. ,,Þeir buðu mér tilboð, en í sömu viku hringdi (Jurgen) Klopp í mig,“ hefur Mane síðar sagt um málið.

Virgil van Dijk

Stjórnarmenn Man Utd hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki gert betur í tilraunum sínum til að sækja van Dijk. Þeir höfðu áhuga á honum en þegar þeir ætluðu loks að aðhafast og hefja viðræður var leikmaðurinn nú þegar búinn að klára læknisskoðun hjá Liverpool.

Takumi Minamino

Aftur má gagnrýna æðstu menn hjá United hér. Þeir hreinlega vissu ekki af því að klásúla væri í samningi Minamino sem gerði honum kleift að yfirgefa RB Salzburg, þar sem hann lék á þeim tíma, fyrir aðeins 7,25 milljónir punda. Liverpool reiddi þessa upphæð fram í Janúar 2020. United-menn geta þó huggað sig við það að Minamino hefur látið lítið fyrir sér fara í Bítlaborginni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfestir að hann vilji komast á sitt síðasta HM – Tilbúinn að spila allar stöður

Staðfestir að hann vilji komast á sitt síðasta HM – Tilbúinn að spila allar stöður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sett met í ensku úrvalsdeildinni – Fljótasta mark í sögu heimaliðs

Sett met í ensku úrvalsdeildinni – Fljótasta mark í sögu heimaliðs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að ‘rasshausinn’ hafi skemmt fyrir goðsögninni – ,,Er það ekki augljóst?“

Segir að ‘rasshausinn’ hafi skemmt fyrir goðsögninni – ,,Er það ekki augljóst?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Í gær

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“
433Sport
Í gær

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur