Ef marka má ensk götublöð gæti Philippe Coutinho verið að snúa aftur til Liverpool borgar en nú til þess að spila fyrir Everton. Þar er sagt að forráðamenn félagsins hafi góða trú á því að Everton geti keypt Coutinho frá Barcelona í sumar.
Coutinho yfirgaf Bítlaborgina fyrir þremur og hálfu ár, Barcelona borgaði Liverpool tæpar 140 milljónir punda fyrir hann.
Nú segja ensk blöð að Barcelona sé tilbúið að selja Coutinho í sumar fyrir 35 milljónir punda.
Í fréttum segir einnig að forráðamenn Everton séu byrjaðir að skoða hús fyrir Coutinho, þeir séu öruggir á því að félagið eigi góðan möguleika á að fá hann.
Coutinho hefur ekki fundið taktinn hjá Barcelona en hann hefur meðal annars verið lánaður til FC Bayern á þessum stutta tíma í Katalóníu.