Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley er heill heilsu og gæti tekið þátt í leik liðsins gegn West Ham á mánudag.
Jóhann hafði misst út æfingar í síðustu viku og var sökum þess ónotaður varamaður í sigri liðsins á Wolves um síðustu helgi. Jóhann Berg hafði verið í byrjunarliðinu vikurnar þar á undan.
Burnley hefur glímt við mikil meiðsli í hópi sínum en það virðist birta til.
„Ashley Barnes er að verða betri, Robbie Brady og Kevin Long missa af næstu leikjum okkar,“ sagði Sean Dyche stjóri Burnley á fréttamannafundi í dag.
„Jack Cork er kominn á fullt og Jóhann Berg er í góðu lagi, hann var í hópnum gegn Wolves.“