Thomas Tuchel ætlar sér að bæta við framherja í leikmannahóp félagsins í sumar, hann er ekki sáttur með þá kosti sem fyrir eru.
Búist er við því að Tammy Abraham verði seldur frá félaginu í sumar en West Ham er sagt hafa áhuga á að kaupa hann.
Ensk blöð segja frá því í dag að Chelsea vilji kaupa Romelu Lukaku framherja Inter fyrir um 90 milljónir punda, þar segir að félagið hafi nú gefist upp á Erling Haaland framherja Dortmund.
Haaland er eftirsóttasti framherji í heiminum í dag en Chelsea telur að félagið geti ekki fengið hann í sumar, þess vegna horfir félagið til Lukaku.
Lukaku var keyptur fyrir Chelsea fyrir tæpum tíu árum en tókst ekki að komast að og yfirgaf félagið, hann lék með West Brom, Everton og Manchester United áður en hann fór til Ítalíu sumarið 2019.