fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
433Sport

Gary Martin gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsisdóm

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 10:30

Gary Martin (til hægri). Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt almennum hegningarlögum gæti Gary Martin fyrrum framherji ÍBV átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsisdóm fyrir nektarmynd sem hann tók í búningsklefa ÍBV.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur leikmaður ÍBV lagt fram kæru á hendur enska framherjanum. Ástæðan er myndefni sem Gary Martin tók í búningsklefa ÍBV á sunnudaginn, málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Gary Martin tjáði sig um málið í gær í yfirlýsingu. „Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga,“ sagði enski framherjinn

199. gr. almennra hegningarlaga.
Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem hótar því sem greinir í 1. mgr., enda sé hótunin til þess fallin að vekja hræðslu eða kvíða hjá þeim sem hún beinist að. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.] 1)

Raunveruleikinn í litlu bæjarfélagi í hnotskurn – „Trúi ekki að það sé typpamynda ákvæði“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfðu á eldræðu Mikaels: „Finnst ykkur þetta bara í lagi? Mér finnst þetta óvirðing“

Horfðu á eldræðu Mikaels: „Finnst ykkur þetta bara í lagi? Mér finnst þetta óvirðing“
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem var afar óvænt orðaður við United skiptir um lið

Maðurinn sem var afar óvænt orðaður við United skiptir um lið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um sambandið með manninum heimsfræga – Útskýrir hvers vegna þau gátu ekki verið saman

Opnar sig um sambandið með manninum heimsfræga – Útskýrir hvers vegna þau gátu ekki verið saman
Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Meistaranum“ Aroni hrósað í hástert – „Velkomin á stóra sviðið Ísland“

„Meistaranum“ Aroni hrósað í hástert – „Velkomin á stóra sviðið Ísland“
433Sport
Í gær

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við Vettvang

KSÍ í samstarf við Vettvang