Fyrir nokkrum vikum virtist sem svo að myndir af treyjum Manchester United fyrir næsta tímabil hafi lekið á netið. Í dag kom annar leki þar sem sjá má treyjurnar þrjár í betra ljósi.
Treyjurnar eru allar merktar nýjum styrktaraðila félagsins, TeamViewer, og virðast að nokkru leyti taka mið af eldri treyjum félagsins. Það má einna helst segja um verðandi útivallartreyju félagsins.