fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Vestmannaeyjar nötra vegna málsins – „Þetta er stafrænt ofbeldi og viðbrögðin eru mjög eðlileg“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverri einustu kaffistofu í Vestmannaeyjum er nú rætt um framherjan Gary Martin og ástæðu þess að hann var rekinn frá ÍBV fyrr í dag. Samkvæmt heimildum skiptist fólk í tvo hópa, á meðan sumir telja ákvörðunina rétta telja aðrir að búið sé að gera úlfalda úr mýflugu.

Á sunnudag vann ÍBV fínan sigur á Reyni Sandgerði í bikarnum, þegar verið var að fagna í klefanum tók Gary Martin upp Snapchat-myndband þar sem sést í naktan liðsfélaga hans. Umrætt efni var síðan sent á leikmenn ÍBV sem allir voru staddir í klefanum, leikmaðurinn umræddi sem myndin var tekin af brást illa við og lagði fram kæru á hendur Gary Martin.

ÍBV greindi frá því í morgun að Gary hefði framið agabrot en skömmu síðar var greint frá því að búið væri að kæra Gary vegna málsins.

„Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur,“ sagði Gary í yfirlýsingu fyrr í dag.

Nektarmynd ástæða þess að Gary var rekinn frá Eyjum – Kært hefur verið í málinu

Samkvæmt heimildum 433.is eru margir leikmenn ÍBV ósáttir með málið og hvernig það hefur þróast, þeir telja að umræddur leikmaður og Gary hefðu getað klárað málið sín á milli með aðstoð stjórnar knattspyrnudeildar. Ekki hafi þurft að leggja fram kæru og rifta samningi Gary Martin við knattspyrnudeild ÍBV.

Enski framherjinn fullyrðir að fjöldinn af leikmönnum hafi birst naktir í þessum lokaða hópi. „Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta,“ skrifar Gary.

Blaðamaður hefur í dag rætt við fjölda aðila sem þekkja til málsins. Heimildarmaður 433 segir að málið hafi verið mjög erfitt fyrir þjálfarateymið og stjórn knattspyrnudeildar. Þannig sé umræddur leikmaður sem lagt hefur fram kæru nátengdur inn í bæði þjálfarateymið og í stjórn knattspyrnudeildar.

Mörgum þykir málið stormur í vatnsglasi en aðrir eru ósammála því, þannig sagði einn heimildarmaður. „Svona myndir á aldrei að birta eða senda frá sér án leyfis, þetta er stafrænt ofbeldi og viðbrögðin eru því mjög eðlileg. Það að þetta hafi áður verið gert í leikmannahópi ÍBV réttlætir þetta ekki á neinn hátt,“ sagði heimildarmaður DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“