Ryan Giggs lýstir yfir sakleysi sínu þegar hann settist í réttarsal í Manchester í morgun og svaraði fyrir ákærur á hendur sér.
Giggs hafnaði því að hafa skallað Kate Greville fyrrum unnustu sína í nóvember á síðasta ári, Giggs var handtekinn á heimili þeirra skömmu eftir meint atvik.
Giggs er einnig ákærður fyrir að hafa nánast lokað Greville af í þrjú ár, hann er sakaður um að hafa niðurlægt hana ítrekað og stjórnað öllu í lífi hennar. Hann er sakaður um að hafa lokað á tengsl hennar við vini og fjölskyldu með ógnandi hegðun.
Hann hafnaði þessu í einu öllu, þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa lagt hendur á systur hennar en hann hafnar því.
Ósætti þeirra þetta sunnudagskvöld í nóvember á að hafa byrjað þegar Greville sakaði Giggs um framhjáhald. Ensk blöð segja að Greville hafi komist í skilaboðin með því að fara í iPad í eigu Giggs sem var tengdur við síma hans, þar gat hún skoðað skilaboð frá stelpum og er talað um að talsvert hafi verið daðrað í þeim skilaboðum. Greville þekkir konurnar, önnur starfar sem aðstoðarmanneskja knattspyrnumanna í London og hin er fyrirsæta sem býr nálægt þeim í Manchester.
Enska götublaðið Daily Mail greindi frá því að Greville hafi sakað Giggs um framhjáhald og að hann hafi í framhaldinu lagt hendur á hana. Parið hafði verið að drekka saman í miðborg Manchester þegar þau komu heim.
Giggs mætir aftur í réttarsal í maí þegar málið heldur áfram.