Hópur ölvaðra stuðningsmanna Manchester United réðst að heimili Ed Woodward stjórnarformanns félagsins í síðustu viku. Fjöldi fréttamiðla í Englandi segir frá málinu.
Stuðningsmennirnir mættu fyrir utan heimili Woodward í úthverfi Manchester, eru þeir sagðir hafa unnið smávægileg skemmdarverk á hliði og veggjum sem girða heimilið af.
Atvikið átti sér sama stað og stuðningsmenn réðust inn á æfingasvæði félagsins, ástæðan fyrir þessu er Ofurdeildin sem átti að fara í loftið og reiði í garð Glazer fjölskyldunnar sem á félagið.
Þetta er í annað sinn sem ráðist er á heimili Woodward en hann hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá félaginu síðar á þessu ári.
Ekki er vitað hvort Woodward hafi verið heima hjá sér í Manchester en hann eyðir mestum tíma á skrifstofu félagsins í London en þar býr fjölskylda hans.