Harry Kane segist vera þreyttur á því að vinna aðeins einstaklingsverðlaun en ekki titla með félagsliði sínu, Tottenham. Mikið hefur verið rætt og ritað um að Kane ætli sér að skipta um lið í sumar og ýta þessi ummæli hans enn meira undir þá umræðu. Kane er samningsbundinn Tottenham til 2024.
„Einstaklingsverðlaun eru frábær, virkilega gaman að fá þá viðurkenningu,“ sagði Kane við Evening Standard í gær.
„Þegar ég lít til baka undir lok ferilsins þá mun ég melta þetta aðeins meira. Markmiðið núna sem leikmaður er að vinna titla með liðinu. Eins og einstaklingsverðlaun eru góð þá vil ég vera að vinna stærstu titlana sem eru í boði með félaginu mínu og við erum ekki að því.“
„Þetta eru því frekar skrítnar aðstæður. Ég myndi frekar vilja vinna titla með liðinu en þessi einstaklingsverðalun. Það er eins og það er.“