PSG tók á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og endaði leikurinn með 1-2 sigri gestanna. Liðin mætast aftur á þriðjudaginn í næstu viku á Etihad og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að City er í kjörstöðu með tvö útivallarmörk.
Hér að neðan má sjá einkunnir Sky Sports eftir leiki kvöldsins. Mahrez var valinn maður leiksins.
Einkunnir PSG:
Navas (5), Bakker (6), Kimpembe (5), Marquinhos (7), Florenzi (6), Verratti (6), Paredes (6), Gueye (4), Di María (8), Mbappé (7), Neymar (7)
Varamenn: Herrera (6), Pereira spilaði of stutt til að fá einkunn
Einkunnir Manchester City:
Ederson (7), Cancelo (6), Dias (6), Stones (6), Walker (7), Gundogan (6), Rodri (7), Silva (7), Mahrez (8), De Bruyne (8), Foden (6)
Varamenn: Zinchenko (6)