Bruno Fernandes leikmaður Manchester United á sér þann draum um að verða knattspyrnustjóri að loknum ferli sínum, draumurinn er að stýra Manchester United.
Fernandes kom til United fyrir rúmu ári síðan frá Sporting Lisbon í heimalandinu Portúgal, Fernandes hefur slegið í gegn á Englandi.
„Ég vil verða þjálfari, ég veit samt ekki alveg hvaða liði ég vil stýra,“ sagði Fernandes við heimasíðu félagsins.
„Auðvitað er stærsta félagið til að stýra Manchester United, ég yrði glaður af sá draumur yrði að veruleika.“
„Ég ákvað að segja frá þessum draumi mínum um að verða þjálfari, það er þá hægt að minna mig á þetta þegar ferilinn er á enda.“