Knattspyrnuráð ÍBV hefur rift samningi félagsins við Gary John Martin. Ákvörðun félagsins um riftun samnings má rekja til agabrots leikmannsins sem ekki verður samræmt skuldbindingum hans við félagið.
Greint er frá málinu á vef félagsins, ekki kemur fram hvaða agabrot enski framherjinn á að hafa framið. Fyrir nokkrum vikum síðan gerði Gary Martin nýjan samning við ÍBV.
Enski framherjinn var á leið inn í sitt þriðja tímabil í herbúðum félagsins en miklu hafði verið tjaldað til við að halda enska framherjanum hjá félaginu. ÍBV leikur í næst efstu deild karla.
Gary Martin gekk í raðir ÍBV sumarið 2019 eftir að samningi hans við Val var rift, þá hafði hann lent upp á kannt við Ólaf Jóhannesson þá þjálfara Vals.
Enski framherjinn hefur spilað á Íslandi frá árinu 2010 en þá samdi hann við ÍA, hann var síðan keyptur til KR og fór þaðan í Víking. Eftir veru í atvinnumennsku kom Gary Martin aftur til Íslands árið 2019 og gekk í raðir Vals en var sendur þaðan í burt og fór til ÍBV.