Nordic Entertainment Group (NENT Group sem á og rekur Viaplay, og Bundesliga International, dótturfélag DFL Deutsche Fußball Liga, hafa framlengt samkomulag sitt um sýningarrétt á níu markaðssvæðum í Evrópu til 2029 með sögulegu samkomulagi. Knattspyrnuaðdáendur í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi munu geta fylgst með alþjóðlegum stórstjörnum og hetjum úr héraði í Bundesligu og Bundesligu 2 í hverri viku á Viaplay, streymisveitu NENT Group, ásamt dagskrá í myndveri og lýsingum á sínu móðurmáli.
NENT Group mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Samkomulagið felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils.
Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert, sem undirstrikar gott samband milli aðilanna tveggja. Á samningstímanum verður Bundeslingan hornsteinn íþróttastreymis NENT Group, og munu báðir aðilar leggja sitt af mörkum til að stækka aðdáendahóp Bundesligunnar enn frekar í gegnum markaðssvæði NENT Group.
Hjörvar Hafliðason, Yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi fagnar þessum nýja samningi. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta.”
Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg fagnar þessu einnig. „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum.”