84 þúsund manns tóku þátt í vali á besta leikmanni Chelsea frá upphafi á Ranker. Litlu munaði á milli fyrsta og annars sætis en að lokum var Lampard valinn sá besti og Didier Drogba varð annar.
Miðjumaðurinn Frank Lampard er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi með 211 mörk og vann meðal annars ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum með félaginu. Hann tók við Chelsea eins og frægt er árið 2019 en var rekinn í janúar á þessu ári.
Þá er Hazard, sem gæti spilað gegn Chelsea í kvöld þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni, í fjórða sæti. John Terry, sem lengi var fyrirliði liðsins, er í fimmta sæti.
Hér að neðan má sjá leikmennina sem lentu í fyrstu tíu sætunum: