Sjónvarpsþáttur 433 er á dagskrá Hringbrautar og á vefnum klukkan 21:30 í kvöld. Gestur þáttarins verður Heimir Guðjónsson þjálfari Vals.
Efsta deild karla fer af stað á föstudag en Valur hefur titil að verja. Í síðari hluta þáttarins kemur Benedikt Bóas Hinriksson og teiknar upp þrjár sögur fyrir sumarið.
Heimir ræðir í viðtalinu um það sem fram undan er í sumar en flestir sérfræðingar telja að Valur verði meistari og telja það í raun skandal ef svo verður ekki.
Þáttinn má sjá í heild hér að neðan.