Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United vill styrkja varnarlínu sína í sumar en Raphael Varane hefur verið orðaður við félagið, hins vegar er búist við því að hann framlengi við Real Madrid.
Ensk blöð velta því fyrir sér hvaða kosti Solskjær er með á blaði, enn á ný er Sergio Ramos varnarmaður Real Madrid orðaður við félagið.
Fleiri koma til greina ef marka má ensk götublöð sem taka saman fimm kosti sem Solskjær gæti skoðað.