Enskir miðlar fjalla um það Everton sé byrjað að opna samtalið við James Rodriguez um að framlengja samning hans á Goodison Park.
James er á sínu fyrsta tímabili hjá Everton en núverandi samningur hans gildir út næstu leiktíð, Everton vill framlengja dvölina um eitt ár til viðbótar.
Þannig er fjallað um að Everton vilji framlengja samning hans til 2023 en James hefur átt marga fína spretti hjá Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson situr við sama borð en samningur hans við Everton gildir til ársins 2022, ekki hafa komið neinar fréttir um að Everton hafi opnað samtali við Gylfa um nýjan samning.
Gylfi hefur átt mjög gott tímabil með Everton og verið lykilmaður í því að liðið er nú að berjast um Evrópusæti. James er 29 ára gamall en Gylfi er tveimur árum eldri.