Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur hafið rannsókn á eigum knattspyrnumannsins Zlatan Ibrahimovich en talið er að hann eigi hlut í veðmálafyrirtækinu Bethard. Þessar fréttir líta dagsins ljós eftir að Zlatan skrifaði undir eins-árs framlengingu á samningi sínum við AC Milan. Þar var hann verðlaunaður en kappinn hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum og er lið hans í 3. sæti deildarinnar.
Nú er framtíð leikmanssins í vafa vegna frétta að UEFA sé að rannsaka möguleg tengsl hans við veðmálafyrirtæki.
Knattspyrnumenn mega hvorki njóta fjárhagslegs ávinnings af veðmálafyrirtækjum né eiga í þeim hlut og nú gæti Zlatan verið í vandræðum.
UEFA staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag en sænska dagblaðið Sportbladet segir að Zlatan gæti átt yfir höfði sér bann í allt að tvö ár verði hann fundinn sekur. Einnig gæti hann fengið sekt upp á eina milljón sænskra króna.
UEFA investigating Zlatan Ibrahimovic for "alleged financial interest in betting company"https://t.co/vdFYJ2O88Z pic.twitter.com/9TTiZoV2jt
— Mirror Football (@MirrorFootball) April 26, 2021