Real Madrid er stærsta knattspyrnufélagið á samfélagsmiðlum en félagið er með 252 milljónir fylgjenda, um er að ræða fylgjendur á Facebook, Twitter, Instagram og TikTok.
Spænsku félögin hafa gríðarlega yfirburði en Real Madrid er með aðeins tveimur milljónum fleiri fylgjendur en Barcelona.
Manchester United er með mikla yfirburði á Englandi en United er með 142 milljónir fylgjenda, það eru rúmum 100 milljónum minna en stórliðin á Spáni.
Juventus er með rúmar 100 milljónir fylgjenda en ensku stórliðin Chelsea og Liverpool koma þar á eftir. Arsenal er í tíunda sæti á listanum, rétt á eftir Manchester City.
Lista um þetta má sjá hér að neðan.