Daniel Ek eigandi Spotify skoðar það nú að kaupa Arsenal, hann hefur átt í samtali við Thierry Henry, Dennis Bergkamp og Patrick Vieira um að taka þátt í því með sér.
Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Stan Kroenke stærsti eigandi félagsins selji hlut sinn, ástæðan er Ofurdeildin sem Arsenal ætlaði að taka þátt í.
Mótmæli áttu sér stað fyrir utan heimavöll Arsenal um helgina en Daniel Ek er sterk efnaður og hefur lýst yfir áhuga á að kaupa félagið.
„Ég ólst upp við að styðja Arsenal eins lengi og ég man, ef KSE er til í að selja Arsenal þá myndi ég glaður skoða það,“ sagði Ek um málið.
Ek er metinn á 3,4 milljarða punda, hann er sagður vilja fá þrjár Arsenal goðsagnir með sér í málið og myndu þeir stýra félaginu og rekstri þess.