Torino tók á móti Napoli í 33. umferð ítölsku deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 0-2 sigri gestanna.
Napoli þurfti nauðsynlega þrjú stig til að halda lífi í Meistaradeildarbaráttunni og mættu grimmir til leiks. Bakayoko braut ísinn strax á 11. mínútu með góðu skoti og Osimhen tvöfaldaði forystu gestanna eftir góða skyndisókn aðeins tveimur mínútum síðar. Eftir það róaðist leikurinn og fleiri mörk komu ekki.
Torino 0 – 2 Napoli
0-1 Bakayoko (´11)
0-2 Osimhen (´13)
Með sigrinum komst Napoli upp í 4. sæti deildarinnar, liðið er með jafnmörg stig og Ítalíumeistarar Juventus, en státa af betri markatölu. Evrópubaráttan er því ansi spennandi á Ítalíu. Hér að neðan má sjá fyrstu sex sæti deildarinnar: