fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
433Sport

Íslendingar erlendis – Kolbeinn spilaði allan leikinn

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 20:45

Kolbeinn Sigþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Gautaborgar og spilaði allan leikinn er liðið tapaði 3-2 gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskan, í kvöld. Þrátt fyrir að úrslitin séu neikvæð fyrir okkar mann þá verður að teljast gleðitíðindi að Kolbeinn spili allan leikinn en hann er greinilega að komast í gott leikform.

Degerfors komst þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Gautaborg klóraði í bakkann í seinni hálfleik en náði ekki að kreista fram jafntefli. Degerfors hafði tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum og deildinni og úrslitin koma því á óvart. Gautaborg er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland þegar þeir sóttu Nordsjælland heim í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 3-2 sigri heimamanna í Nordsjælland. Mikael átti stoðsendingu í öðru marki Midtjylland þegar gestirnir komust yfir. Mikael fór svo af velli á 81. mínútu og eftir það skoruðu leikmenn Nordsjælland tvö mörk og tryggðu sér stigin þrjú.

Midtjylland er í toppsætinu í dönsku deildinni, stigi á undar Bröndby en fimm leikir eru eftir í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aðeins einn kostur eftir fyrir Rashford

Aðeins einn kostur eftir fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á eldræðu Mikaels: „Finnst ykkur þetta bara í lagi? Mér finnst þetta óvirðing“

Horfðu á eldræðu Mikaels: „Finnst ykkur þetta bara í lagi? Mér finnst þetta óvirðing“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um Sádí-orðrómana

Tjáir sig um Sádí-orðrómana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opnar sig um sambandið með manninum heimsfræga – Útskýrir hvers vegna þau gátu ekki verið saman

Opnar sig um sambandið með manninum heimsfræga – Útskýrir hvers vegna þau gátu ekki verið saman
Sport
Í gær

„Meistaranum“ Aroni hrósað í hástert – „Velkomin á stóra sviðið Ísland“

„Meistaranum“ Aroni hrósað í hástert – „Velkomin á stóra sviðið Ísland“
433Sport
Í gær

Eru til í að rústa metinu

Eru til í að rústa metinu
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel
433Sport
Í gær

United á enn nokkuð langt í land

United á enn nokkuð langt í land