fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Iheanacho hetjan þegar Leicester vann mikilvægan sigur í Meistaradeildarbaráttunni

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester tók í kvöld á móti Crystal Palace í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Leicester vann 2-1 sigur og tryggði sér þar með mikilvæg stig í Meistaradeildarbaráttunni.

Leicester áttu ansi slakan fyrri hálfleik og það var Zaha sem kom Crystal Palace yfir snemma leiks eftir frábæra skyndisókn. Þannig stóðu leikar í hálfleik sem var ansi óvænt fyrir leik en nokkuð sanngjarnt engu að síður.

Rodgers virðist hafa lesið yfir liðinu í hálfleik en allt annað lið mætti til leiks í seinni. Castagne jafnaði metin snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Iheanacho. Það var svo Iheanacho sjálfur sem kom heimamönnum yfir þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum með frábæru marki. Þar við sat og Leicester tryggja sér gríðarlega mikilvæg stig í Evrópubaráttunni.

Með sigrinum styrkir Leicester stöðu sína í deildinni og er liðið í 3. sæti, fjórum stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti. Þá er Leicester með sjö stiga forskot á West Ham sem er í 5. sætinu en aðeins eru fimm leikir eftir í deildinni.

Leicester 2 – 1 Crystal Palace
0-1 Zaha (´12)
1-1 Castagne (´50)
2-1 Iheanacho (´80)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Talar um þennan sem ‘góðvin’ sinn í dag

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Talar um þennan sem ‘góðvin’ sinn í dag
433Sport
Í gær

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað